Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 30. júlí 2015 11:20
Magnús Már Einarsson
Nigel Quashie aftur til starfa hjá BÍ/Bolungarvík
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nigel Quashie er á ný orðinn aðstoðarþjálfari BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni. Quashie spilaði með BÍ/Bolungarvík 2013 og 2014 og síðastliðið haust var hann ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari.

Í vor var því samstarfi slitið en Nigel hefur í sumar haldið áfram að þjálfa yngri flokka BÍ/Bolungarvíkur.

Englendingurinn er nú orðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks á nýjan leik og líkur eru á að hann spili einnig með liðinu.

„Hann ætlar að aðstoða Jón (Hálfdán Pétursson) út tímabilið. Við sjáum til hvort að hann kemur til með að spila en ég er að vonast því. Nigel hefur ekki spilað fótboltaleik í langan tíma en hann er alltaf í toppformi," sagði Samúel Samúelsson formaður meistaraflokksráðs við Fótbolta.net í dag.

„Það halda margir að ég sé algjör Ragnar Reykás en á þessum tímapunkti held ég að Nigel geti hjálpað okkur þó að ég hafi verið á annarri skoðun í maí."

Nigel Quashie er 36 ára gamall miðjumaður en hann lék á sínum tíma yfir 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni með QPR, Portsmouth, Southampton, WBA og West Ham.

BÍ/Bolungarvík tapaði 6-1 gegn Þór í 1. deildinni í gær en Quashie var mættur á bekkinn þar.

BÍ/Bolungarvík situr á botni deildarinnar með fimm stig en félagið ætlar ekki að gefast upp og samtals hafa sjö nýjir leikmenn komið vestur í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner