fim 30. júlí 2015 22:00
Alexander Freyr Tamimi
Reynir að þvinga Balotelli, Borini og Enrique burt
Balotelli mun ekki spila mikið ef hann verður áfram á Anfield.
Balotelli mun ekki spila mikið ef hann verður áfram á Anfield.
Mynd: Getty Images
Breskir fjölmiðlar greina frá því að Brendan Rodgers muni skilja þá Mario Balotelli, Fabio Borini og José Enrique eftir heima fyrir síðustu æfingaleiki liðsins á undirbúningstímabilinu. Er markmiðið að losa sig við þá áður en leiktíðin hefst.

Enginn þessara þriggja leikmanna fékk að fara með Liverpool í keppnisferð til Asíu og Ástralíu, en Rodgers vill minnka hóp sinn eftir að hafa fengið sjö nýja leikmenn í sumar. Þremenningarnir munu heldur ekki spila vináttuleiki gegn HJK Helsinki og Swindon.

Leikmennirnir fá líka ekki að æfa með aðalliðinu þessa dagana, en samkvæmt Mirror á Rodgers að hafa greint Balotelli frá því að hann væri sjöundi kostur í framherjastöðuna - eru þeir Jerome Sinclair og Sheyi Ojo báðir á undan honum.

Bologna og Sampdoria eru sögð hafa mikinn áhuga á að fá Balotelli í sínar raðir en umboðsmaður framherjans, Mino Raiola, hefur sagt að leikmaðurinn hafi engan áhuga á að yfirgefa félagið eftir eitt tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner