lau 30. júlí 2016 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal hækkar tilboð sitt í Lacazette
Powerade
Arsenal ætlar sér að kaupa Lacazette.
Arsenal ætlar sér að kaupa Lacazette.
Mynd: Getty Images
Everton hafnaði 57 milljónum punda fyrir Lukaku.
Everton hafnaði 57 milljónum punda fyrir Lukaku.
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í slúðrinu á undirbúningstímabilinu og hér fyrir neðan er allt það ferskasta.



Arsenal ætlar að bjóða 35 milljónir punda í Alexandre Lacazette eftir að Lyon hafnaði 29.3 milljónum. (Daily Telegraph)

Arsenal vill einnig kaupa brasilíska hægri bakvörðinn Bruno Peres af Torino. Verðmiðinn á honum eru 17 milljónir punda. (Gazzetta World)

Þá er Arsenal nálægt því að festa kaup á þýska landsliðsmiðverðinum Shkodran Mustafi. Mustafi, sem er 24 ára, leikur fyrir Valencia og er með kaupákvæði í samningi sínum sem segir miðvörðinn falann fyrir 42 milljónir punda. (Sky Sports)

Everton hafnaði 57 milljónum punda frá Chelsea í Romelu Lukaku. Everton vill fá 75 milljónir. (Daily Mirror)

Christian Eriksen hafnaði nýjum samningi frá Tottenham. Daninn vill mikla launahækkun, en í dag þénar hann 30 þúsund pund á viku. (Evening Standard)

Swansea er búið að bjóða í Fernando Llorente, 31 árs sóknarmann Sevilla. (Daily Mail)

Leicester City er reiðubúið að hækka vikulaun Riyad Mahrez upp í 100 þúsund pund til að halda honum frá Arsenal (Daily Express)

Sam Allardyce, nýi landsliðsþjálfari Englands, vill fá Craig Shakespeare, aðstoðarknattspyrnustjóra Leicester City, í þjálfarateymi sitt. (Daily Star)

Manchester United er nálægt því að kaupa Fabinho frá Monaco. Fabinho er 22 ára brasilískur hægri bakvörður. (Globoesporte)

Rory Smith, blaðamaður hjá Times, segir félagaskipti Paul Pogba til Man Utd og John Stones til Man City aðeins vera tímaspursmál. (BBC Live)

Tottenham hefur áhuga á Ashley Williams, varnarmanni Swansea, sem er 31 árs og gæti kostað allt að 10 milljónir punda. (Daily Mirror)

Saido Berahino ætlar að sjá út samning sinn hjá West Brom, sem rennur út næsta sumar, og yfirgefa félagið frítt. (ESPN)

Brighton hafnaði tilboði frá Newcastle í kantmanninn Anthony Knockaert. Brighton er talið vilja um 10 milljónir fyrir Frakkann. (Chronicle)

Galatasaray vill fá Jason Denayer frá Man City og Lucas Leiva frá Liverpool. (Daily Mirror)

Dyggur aðdáandi Neymar var handtekinn þegar hann fannst í felum í þvottahúsi brasilíska landsliðsins sem gistir á hóteli í Rio de Janeiro fyrir Ólympíuleikana. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner