lau 30. júlí 2016 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Arsene Wenger: Ég kaupi ekki bara til þess að kaupa
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er þekktur fyrir að halda vel utan um peninginn hjá sínu liði, en hann er á því máli að félög eigi ekki að kaupa bara til þess að kaupa. Hann vill að þeir leikmenn sem hann kaupi styrki liðið sitt.

Wenger hefur staðfest það að félagið sé á eftir miðverði og sóknarmanni. Hann var spurður út í Riyad Mahrez og Alexndre Lacazette á blaðamannafundi, en þeir hafa báðir verið sterklega orðaðir við Arsenal. Wenger vildi ekki tjá sig mikið um einstaklinga og sagði það erfitt á þessum tímapunkti.

„Við erum enn að leita að nýjum leikmönnum, bæði aftar á vellinum, sem og framar. Því miður erum við ekki þeir einu sem eru að eltast við vissa leikmenn," sagði Wenger.

„Ég kaupi leikmenn sem ég tel að muni styrkja liðið. Ég kaupi ekki bara til þess að kaupa."

„Það eru alltaf margar skoðanir í loftinu og fólk er oft að segja þér hvern á að kaupa. En þegar þú lítur á markaðinn í Evrópu þá er til mikið af pening, en það eru ekki til nógu margir leikmenn sem styrkja lið eitthvað."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner