lau 30. júlí 2016 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Rúnar Alex stóð vaktina í stóru tapi gegn København
Rúnar Alex var í markinu hjá Nordsjælland í dag
Rúnar Alex var í markinu hjá Nordsjælland í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
København 4 - 0 Nordsjælland
1-0 Andrija Pavlovic ('21 )
2-0 Rasmus Falk ('39 )
3-0 Kasper Kusk ('63 )
4-0 Kasper Kusk ('69 )

Einn leikur fór fram í dönsku úrvalsdeildinni í dag, en í honum mættust stórlið København og Nordsjælland. Þetta var fyrsti leikurinn í 3. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar.

Rúnar Alex Rúnarsson var í markinu hjá Nordsjælland í dag, en hann hefur byrjað alla þrjá leiki liðsins á tímabilinu hingað til.

Það fór hins vegar ekki vel fyrir Rúnari og hans mönnum í dag. Andrija Pavlovic kom heimamönnum frá höfuðborginni yfir áður en Rasmus Falk bætti við öðru marki. Staðan 2-0 fyrir København í hálfleik og þeir í góðum málum.

Í seinni hálfleiknum skoraði Kasper Kusk tvisvar, en hann kom til København á síðasta tímabili eftir að hafa spilað með Twente í Hollandi.

Lokatölur urðu 4-0 fyrir København sem eru með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Nordsjælland eru með þrjú stig og þurfa að gera betur en þeir gerðu í dag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner