Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 30. júlí 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Joe Allen: Hef mikla trú á Mark Hughes og verkefninu
Mynd: Getty Images
Velski miðjumaðurinn Joe Allen er mjög ánægður með að vera genginn til liðs við Stoke City.

Allen er 26 ára gamall og kostaði 13.5 milljónir punda eftir fjögurra ára veru hjá Liverpool.

„Nei ég bjóst alls ekki við því að fara til Stoke, en svo barst tilboð og það var samþykkt og þá varð ég afar spenntur fyrir félagsskiptunum," sagði Allen í fyrsta viðtali sínu í Stoke-treyju.

„Ég hef mikla trú á Mark Hughes og verkefninu sem er í gangi hérna, þetta er félag sem hefur bætt sig gríðarlega mikið á undanförnum árum og stefnir hátt.

„Markmið mitt er núna að komast í byrjunarliðið hér og gera mitt besta til að hjálpa félaginu að berjast um evrópusæti."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner