Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 30. júlí 2016 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Jurgen Klopp: Þetta er mitt lið núna
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist vera búinn að móta sitt eigið lið úr því sem hann tók við og nú dugi engar afsakanir fyrir slökum árangri.

Klopp hefur verið duglegur á leikmannamarkaðnum í sumar, en hann hefur látið tíu leikmenn fara og bætt við sig sjö öðrum í staðinn. Hann segir að nú sé liðið orðið sitt frekar en það sem hann fékk upp í hendurnar frá forvera sínum, Brendan Rodgers.

„Þetta er minn hópur núna," sagði Klopp. „Eftir öll þessi félagsskipti... í þetta skipti er þetta mitt lið. Það eru líklega engir leikmenn hér enn sem ég vil ekki hafa. Það voru engir leikmenn keyptir sem ég vildi ekki fá og við höfum ekki selt neinn sem ég vildi ekki selja."

Klopp hefur bætt við þeim Georginio Wijnaldum, Sadio Mane, Marko Grujic, Alex Manninger, Lorius Karius, Joel Matip og Ragnar Klavan og nú eru engar afsakanir fyrir því að ná ekki árangri á komandi tímabili.

„Ég er ekki hræddur við að taka ákvarðanir - það er hluti af starfinu. Ég er ánægður með liðið mitt núna," sagði Klopp.

„Við munum berjast um allt, alla titla og svo sjáum við hvað gerist. Eins og staðan er núna þá þurfum við ekki að leita að afsökunum og tala um hluti eins og það að við þurfum eitt ár í viðbót."
Athugasemdir
banner
banner
banner