Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 30. júlí 2016 20:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marcelo allt í öllu í sigri Real Madrid á Chelsea
Marcelo var mikilvægur fyrir Real Madrid í kvöld
Marcelo var mikilvægur fyrir Real Madrid í kvöld
Mynd: Getty Images
Real Madrid 3 - 2 Chelsea
1-0 Marcelo ('19 )
2-0 Marcelo ('26 )
3-0 Mariano Díaz Mejía ('37 )
3-1 Eden Hazard ('80 )
3-2 Eden Hazard ('90 )

Það var stórslagur á International Champions Cup æfingamótinu í kvöld þegar Evrópumeistarar Real Madrid og Chelsea mættust. Leikurinn fór fram á troðfullum Michigan Stadium í Bandaríkjunum.

Vinstri bakvörðurinn Marcelo nær ekki oft að komast á listann yfir þá sem skora mörkin hjá Real Madrid, en það gerði hann í kvöld. Hann kom liðinu yfir á 19. mínútu mínútu með góðu skoti og sjö mínútum síðar var hann aftur á ferðinni.

Mariano Díaz Mejía náði að skora þriðja markið fyrir hálfleik. Hann átti frábært skot sem endaði í markinu, en Marcelo sá um undirbúninginn. Staðan var 3-0 fyrir Real Madrid í hálfleik og Chelsea í vondum málum.

Chelsea náði að klóra í bakkann með tveimur mörkum frá Eden Hazard undir lokin, en það seinna kom á 90. mínútu. Lokatölur því 3-2 fyrir Real Madrid í fjörugum leik.

Real Madrid: Kiko Casilla; Carvajal, Varane, Nacho, Marcelo; Lucas Vazquez, Casemiro, Kovacic, Marco Asensio; Morata, Diaz.

Chelsea: Begovic; Azpilicueta, Terry, Cahill, Aina; Pedro, Matic, Oscar, Willian; Loftus-Cheek, Traore.
Athugasemdir
banner