Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 30. júlí 2016 16:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Íslendingar í eldlínunni er Hammarby vann botnliðið
Arnór Smárason spilaði allan leikinn hjá Hammarby
Arnór Smárason spilaði allan leikinn hjá Hammarby
Mynd: Getty Images
Öllum þremur leikjum dagsins er nú lokið í sænsku úrvalsdeildinni, en Íslendingar settu mark sitt á þessa leiki.

Það ber helst að nefna botnbaráttuslag Gefle og Hammarby, en með Hammarby leika þrír Íslendingar og því svokallað Íslendingalið. Þetta eru þeir Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason og voru þeir allir í byrjunarliðinu í dag.

Þeir stóðu sig vel, en Hammarby vann gríðarlega mikilvægan sigur í þessum leik. Philip Haglund skoraði fyrst og gamla brýnið Kennedy Bakircioglu bætti svo við og þar við sat. 2-0 sigur Hammarby staðreynd og þeir komust upp fyrir Djurgården í 13. sæti deildarinnar.

Í hinum leikjunum tveimur sat Haraldur Björnsson allan tímann á bekknum þegar Östersunds gerði jafntefli við Elfsborg og Norrköping komst á toppinn með sigri á GIF Sundsvall, en Jón Guðni Fjóluson spilaði ekki með í dag vegna meiðsla.

Gefle 0 - 2 Hammarby
0-1 Philip Haglund ('12 )
0-2 Kennedy Bakircioglu ('33, víti )

GIF Sundsvall 1 - 2 Norrköping
0-1 Christoffer Nyman ('13 )
1-1 Stefan Silva ('24 )
1-2 Christoffer Nyman ('63 )

Östersunds FK 0 - 0 Elfsborg
Athugasemdir
banner
banner
banner