Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 30. júlí 2016 12:46
Ívan Guðjón Baldursson
Walter Zenga nýr stjóri Wolves (Staðfest)
Zenga stýrði Sampdoria í fyrra.
Zenga stýrði Sampdoria í fyrra.
Mynd: Getty Images
Walter Zenga hefur verið ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri Wolves eftir að Kenny Jackett var rekinn í gærkvöldi.

Zenga er gríðarlega reyndur þjálfari og hefur aðallega verið að þjálfa í Mið-Austurlöndunum undanfarin sex ár.

Auk Catania, Palermo og Sampdoria hefur Zenga meðal annars stýrt Dinamo Bucharest, Red Star Belgrad og Steaua Bucharest.

Jackett var rekinn aðeins fjórum dögum eftir að stjórn félagsins fullvissaði hann um að stjórastarfið væri ekki í hættu og kemur þetta öllum því í opna skjöldu.

„Við erum himinlifandi með að hafa ráðið Zenga. Hann tekur með sér gífurlega reynslu sem leikmaður og þjálfari og okkur hlakkar til framtíðarinnar með hann við stjórnvölinn," sagði Jeff Shi, einn af eigendum Úlfanna.
Athugasemdir
banner
banner