Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 30. ágúst 2014 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Agger á leið til Bröndby og Remy til Chelsea
Powerade
Daniel Agger er á leið í dönsku deildina.
Daniel Agger er á leið í dönsku deildina.
Mynd: Getty Images
Óvissa er um félagaskipti Marcos Rojo til Man Utd.
Óvissa er um félagaskipti Marcos Rojo til Man Utd.
Mynd: Manchester United
Þá er komið að daglegum slúðurpakka í boði Powerade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið úr ensku miðlunum.

Chelsea hefur hafið viðræður við QPR um að kaupa framherjann Loic Remy eftir að hafa samþykkt að láta Fernando Torres til AC Milan. (Telegraph)

Tom Cleverley miðjumaður Manchester United er að ganga til liðs við Aston Villa en hann hefur átt í viðræðum við Roy Keane sem er aðstoðarstjóri Villa. (Daily Mirror)

Neil Warnock nýr stjóri Crystal Palace ætlar að kaupa Armand Traore frá QPR á 2,5 milljónir punda. (Sun)

Arsenal virðist vera að næla í Alessio Cerci en Urbano Cairo forseti Torino segir að framherjinn verði seldur fyrir rétta verðið. (Daily Star)

Manchester United vill fá Timothy Fosu Mensah frá Ajax en hann er varnarmaður. (Daily Express)

Varnarmaðurinn Marcos Rojo gæti misst af því að fara til Manchester United þó svo búið sé að gera samninga en atvinnuleyfið er að flækjast fyrir í ferlinu og fleira. (Sun)

West Ham virðist vera að ganga frá samningum við Barcelona um að fá kamerúnska miðjumanninn Alex Song á láni út tímabilið. (Daily Mail)

Hatem Ben Arfa miðjumaður Newcastle gæti verið lánaður til birmingham City í Championship deildinni. (Newcastle Chronicle)

Leicester City er að ganga frá 8 milljón punda kaupum á David McGoldrick framherja Ipswich en áður var 6,5 milljón punda tilboði hafnað. (Sun)

Daniel Agger varnarmaður Liverpoool vill ganga til liðs við sína gömlu félaga í Bröndby en ljóst er að hann færðist aftar í goggunarröðinni á Anfield við komu Dejan Lovren frá Southampton. (Daily Express)

Manuel Pellegrini hefur sagt Micah Richards, Matija Nastasic, Scott Sinclair, 25, og John Guidetti að þeir megi finna sér nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokar á mánudaginn. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner