Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. ágúst 2014 22:30
Grímur Már Þórólfsson
Ancelotti: Ronaldo hvíldur - Alonso fór óvænt
Carlo Ancelotti
Carlo Ancelotti
Mynd: Getty Images
Christiano Ronaldo verður hvíldur í leiknum gegn Real Sociedad á sunnudaginn.

Portúgalinn hefur verið að glíma við meiðsli síðan í lok síðasta tímabils og er hann ekki enn orðinn 100%. Þá var hann ekki valinn í hóp Portúgal í komandi leikjum þeirra. Sem þýðir að Ronaldo mun fá hvíld næstu þrjár vikurnar.

,,Ronaldo er í lagi en við viljum að hann noti komandi vikur til að jafna sig og koma sér í toppform. Hann mun ekki spila á morgun og verður eki í hópnum."

Real Madrid misstu Angel Di Maria og Xabi Alonso í vikunni en Ancelotti segir að brottför þess síðarnefnda hafi verið óvænt.

,,Það kom verulega á óvart Xabi Alonso vildi fara. Það kom eins og þruma úr heiðskýru lofti en ég virði hann mikið. Hann er heiðarleg manneskja og var heiðarlegur við Real Madrid.

Hann útskýrði þetta vel og sagðist þurfa nýja áskorun. Þú getur ekki sagt við leikmann eins og Xabi að hann megi ekki fara, þó að ég hafi viljað að hann væri áfram. Ég óska honum góðs gengis og hann var líklega mikilvægasti leikmaður liðsins á síðasta tímabili.

Markaðurinn er ennþá opinn. Kannski kaupum við einhvern og kannski ekki."
Sagði Ancelotti á blaðamannafundi í Madrid í dag.

Athugasemdir
banner
banner