Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. ágúst 2014 10:53
Daníel Freyr Jónsson
Byrjunarlið Burnley og Man Utd: Di Maria beint í liðið
Angel Di Maria byrjar.
Angel Di Maria byrjar.
Mynd: Getty Images
Nýliðar Burnley taka á móti Manchester United í fyrsta leik 3. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 11:45.

Byrjunarlið United er gríðarlega sterkt og leikur Argentínumaðurinn Angel Di Maria sinn fyrsta leik fyrir félagið. United spilar með þrjá miðverði og þeir Antonio Valencia og Ashley Young eru í bakvarðastöðunum.

United leitar enn af sínum fyrsta sigri og er ljóst að pressan er talsverð á Louis Van Gaal og hans mönnum að ná í sigur í dag.

Hvorki Shinji Kagawa né Tom Cleverley eru í hóp United í dag, en báðir eru þeir taldir á förum frá félaginu.

Byrjunarlið Burnley: Heaton; Trippier, Duff, Shackell (c), Mee; Arfield, Jones, Marney, Taylor; Ings, Jutkiewicz

Byrjunarlið Manchester United: De Gea, Jones, Evans, Blackett, Valencia, Young, Fletcher, Di Maria, Mata, Rooney, van Persie.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner