Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 30. ágúst 2014 11:09
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Heimasíða Liverpool 
Daniel Agger aftur heim í Bröndby (Staðfest)
Daniel Agger.
Daniel Agger.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur staðfest að Daniel Agger hafi gengið frá félagaskiptum sínum til danska úrvalsdeildarliðsins Bröndby.

Þessi 29 ára gamli landsliðsmaður Danmerkur kemur þar með aftur til uppeldisfélags síns. Liverpool keypti hann þaðan í janúar árið 2006 og lék hann 175 leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Agger var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool en eftir komu Dejan Lovren til félagsins í sumar var ljóst að tækifæri hans yrðu af skornum skammti.

,,Ég vil þakka stuðningsmönnum Liverpool fyrir þann ótrúlega stuðning, hlýju og örlæti sem þeir hafa sýnt fjölskyldu minni," sagði Agger við heimasíðu Liverpool.

,,Félagið er mér mjög mikilvægt og ég mun verða stuðningsmaður þess það sem eftir er. Ég lít á hvern einasta leik sem ég spilaði á Anfield sem forréttindi."
Athugasemdir
banner
banner
banner