Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 30. ágúst 2014 18:32
Grímur Már Þórólfsson
England: Chelsea með sigur á Everton í markasúpu
Chelsea fagnar marki í dag
Chelsea fagnar marki í dag
Mynd: Getty Images
Eto´o skallar að marki
Eto´o skallar að marki
Mynd: Getty Images
Everton 3 - 6 Chelsea
0-1 Diego Costa ('1 )
0-2 Branislav Ivanovic ('3 )
1-2 Kevin Mirallas ('45 )
1-3 Seamus Coleman ('67 , sjálfsmark)
2-3 Steven Naismith ('69 )
2-4 Nemanja Matic ('74 )
3-4 Samuel Eto'o ('76 )
3-5 Ramires ('77 )
3-6 Diego Costa ('90)

Everton og Chelsea mættust í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. í leik sem átti eftir að verða ansi tíðindamikill Everton hafði gert tvö 2-2 jafntefli í fyrstu tveimur umferðun meðan Chelsea var með fullt hús stiga eftir sigra á Burnley og Leicester.

Hjá Everton byrjaði Samuel Eto´o á bekknum en hann skrifaði undir samning við Everton í vikunni eftir að hafa spilað fyrir Chelsea á síðasta tímabili.

Í liði Chelsea byrjaði Diego Costa fremstur en hann átti að vera frá vegna meiðsla og því kom það verulega á óvart.

Það virtist slá Everton menn það mikið af laginu að Costa skoraði eftir einungis 34 sekúndur en stoðsendinguna átti Fabregas. Hann er því með flestar stoðsendingar í deildinni eða fjórar talsins, ásamt Gylfa nokkrum Sigurðssyni.

Chelsea bætti svo við öðru marki á 2. mínútu en þar var Branislav Ivanovic að verki eftir stungusendingu frá Ramires.

Everton voru svo ansi heppnir að missa ekki Tim Howard af velli með rautt spjald á 7. mínútu. Tim Howard greip langa sendingu vel fyrir utan markteig, hann hins vegar datt inn í teig og ekkert dæmt. Tim Howard hefði því átt að fjúka útaf með rautt spjald en slapp með skrekkinn.

Everton var svo nálægt að minnka muninn á 16.mínútu þegar að fyrrum Chelsea maðurinn, Romelu Lukaku átti hörkuskalla í slánna. Distin náði frákastinu og skoraði, en var réttilega dæmdur rangstæður.

Kevin Mirallas minnkaði svo muninn undir lok fyrri hálfleiks með skalla eftir fyrigjöf frá Seamus Coleman.

Mörkin áttu svo heldur betur eftir að verða fleiri í síðari hálfleik. Seamus Coleman skoraði fyrst sjálfsmark á 67.mínútu. Tveimur mínútum síðar minnkaði Steven Naimith metin í 2-3.

Á 74. mínútu kom Nemanja Matic svo Chelsea í 4-2 með marki eftir stoðsendingu frá Ramires.

Samuel Eto´o hafði komið inná sem varamaður á 70. mínútu og honum tókst að skora gegn sínu gamla félagi á 76. mínútu og minnkaði muninn í 3-4.

Það var svo Ramires sem hafði lagt upp tvö mörk í leiknum sem skoraði á 77. mínútu og kom Chelsea í 5-3.

Diego skoraði svo sitt annað mark á 90. mínútu og tryggði Chelsea 6-3 útisigur á Everton.

Athugasemdir
banner
banner