Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 30. ágúst 2014 15:53
Jóhann Ingi Hafþórsson
England: Stoke vann Manchester City - Gylfi Þór lagði upp tvö
Mame Biram Diouf fagnar marki sínu í dag.
Mame Biram Diouf fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Ansi óvænt úrslit urðu í ensku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu. Stoke City gerði sér lítið fyrir og vann Manchester City á útivelli með einu marki gegn engu. Mame Biram Diouf skoraði eina mark leiksins eftir klukkutíma leik.

Newcastle og Crystal Palace gerðu dramatískt 3-3 jafntefli. Newcastle komst í 3-2 á loka mínútunum en Wilifried Zaha jafnaði fyrir Palace í uppbótartíma.

QPR vann sinn fyrsta sigur í deildinni er þeir unnu Sunderland með einu marki gegn engu.

Swansea vann öruggan 3-0 sigur á West Brom þar sem Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp tvö mörk.

Southampton vann loks góðan útisigur á West Ham eftir að hafa lent marki undir.

Manchester City 0 - 1 Stoke City
0-1 Mame Diouf ('58 )

Newcastle 3 - 3 Crystal Palace
0-1 Dwight Gayle ('1 )
1-1 Daryl Janmaat ('37 )
1-2 Jason Puncheon ('48 )
2-2 Rolando Aarons ('73 )
3-2 Michael Williamson ('88 )
3-3 Wilfred Zaha ('90 )

QPR 1 - 0 Sunderland
1-0 Charlie Austin ('45 )

Swansea 3 - 0 West Brom
1-0 Nathan Dyer ('2 )
2-0 Wayne Routledge ('24 )
3-0 Nathan Dyer ('71 )

West Ham 1 - 3 Southampton
1-0 Mark Noble ('27 )
1-1 Morgan Schneiderlin ('45 )
1-2 Morgan Schneiderlin ('68 )
1-3 Graziano Pelle ('83 )

Athugasemdir
banner
banner
banner