Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 30. ágúst 2014 19:11
Karitas Þórarinsdóttir
Glódís: Þetta var geðveikt
Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Stjörnunnar.
Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Stjörnunnar.
Mynd: Aron Gauti
„Það er bara frábært, æðislegt. Þetta var eitt að markmiðunum okkar í sumar og það er bara æðislegt að ná því“, sagði Glódís Perla sem er nýkrýndur bikarmeistari með Stjörnunni eftir 0-4 sigur á Selfossi í dag.

„Mér fannst þetta í rauninni rosalega jafn leikur í byrjun. Við lentum í smá basli þegar við skoruðum fyrsta markið en þegar við settum annað mark að þá fann maður við ætluðum að klára þetta“.

„Þegar maður er í bikarleik og annað liðið skorar að þá verður hitt liðið að henda fleiri leikmönnum fram til að jafna og þá opnast meira fyrir aftan og þá náðum við að skora,“ en Gunni þjálfari Selfossliðsins tók sinn besta varnarmann og setti hana upp á topp til að reyna að fá meira boost og mark í sóknarleikinn í Selfossliðið.

„Við þurfum að koma okkur svo úr þessum bikarúrslitaleik og einblína aftur á Íslandsmótið því við eigum eftir að klára leikina þar“, en Stjarnan mætir aftur selfyssingum á miðvikudaginn kemur í Pepsi-deildinni.

„Þetta var geðveikt, takk allir sem komu“, sagði Glódís Perla sem ætlaði síðan að halda áfram að fagna með liðinu sínu fram á kvöld.

Nánar er rætt við Glódísi hér í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner