Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   lau 30. ágúst 2014 18:55
Mist Rúnarsdóttir
Harpa: Ætlum að vinna tvöfalt
Harpa skoraði þrennu og er bikarmeistari
Harpa skoraði þrennu og er bikarmeistari
Mynd: Aron Gauti
„Tilfinningin er æðisleg. Aðstæðurnar eru geðveikar. Geðveikir áhorfendur. Frábær leikur. Skemmtilegt að spila hann. Það var allt til staðar. Góður dagur,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir sem var í skýjunum eftir 4-0 sigur á Selfossi í bikarúrslitum.

„Við vorum ekki að skapa okkur mikið af færum í fyrri hálfleik en fáum að sama skapi engin færi á okkur heldur og það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að leiða 1-0 í hálfleik.“

Harpa hefur verið hreint út sagt ótrúlega öflug í markaskorun í sumar og nýtti færin sín frábærlega í dag og skoraði þrjú fyrstu mörk Stjörnunnar.

„Það er frábært þegar hlutirnir ganga upp og það er verið að leggja upp góð færi og Kristrún átti náttúrulega einhverja draumabolta hérna í dag. Það er frábært að skora og frábært að geta lagt sitt af mörkum í svona leik. Tvímælalaust.“

2011 áhorfendur voru á vellinum í dag en það er áhorfendamet. Harpa segir það hafa verið frábært að spila fyrir framan allt þetta fólk.

„Það var geðveikt og þvílíkt lof til Selfyssinganna fyrir að mæta og gera daginn svona skemmtilegan og líka til okkar stuðningsmanna. Það var alveg frábært að spila leikinn við þessar aðstæður. Frábært veður og mjög vel að öllu staðið.“

Lið Stjörnunnar er í lykilstöðu í deildinni og Harpa segir að markmiðið sé að vinna tvöfalt.

„Framhaldið verður vonandi jákvætt fyrir okkur því við erum alveg með klár markmið fyrir þetta tímabil og við ætlum að vinna tvöfalt. Við gerum okkur samt alveg grein fyrir því að mótið er ekki búið þrátt fyrir að allir í kringum okkur séu að segja það og við þurfum að klára næstu tvo leiki til að gera okkur auðveldara fyrir. Við fögnum í dag og setjum hausinn svo aftur inn í Íslandsmótið,“ sagði þessi ótrúlega markamaskína meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner