Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. ágúst 2014 15:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Harry Redknapp segir Remy vera farinn til Chelsea
Loic Remy virðist svo gott sem kominn til Chelsea.
Loic Remy virðist svo gott sem kominn til Chelsea.
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, þjálfari QPR hefur staðfest að Loic Remy sé á leið til Chelsea.

Chelsea hefur samþykkt að kaupa leikmanninn á átta milljónir punda en það er klásúla í samningi Remy sem felur í sér að liðið getur ekki neitað tilboðinu.

Jose Mourinho vill fá nýjan framherja í Chelsea eftir að Fernando Torres fór til AC Milan í vikunni.

Klásúlan í samningi Remy fól í sér að lið í Meistaradeildinni get keypt hann á átta milljónir, lið í topp sex sætunum gat keypt hann á 11 milljónir og önnur lið gátu keypt hann á 15 milljónir.

Samkvæmt Sky Sports hefur Harry Redknapp staðfest að Remy sé í raun á leið til Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner