Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. ágúst 2014 20:12
Grímur Már Þórólfsson
Hughes: Frábært mark hjá Diouf
Diouf fagnar marki sínu í dag
Diouf fagnar marki sínu í dag
Mynd: Getty Images
Mark Hughes þjálfari Stoke hrósaði marki Mame Biram Diouf eftir leik liðsins gegn Manchester City í dag.

Stoke unnu frábæran 1-0 útisigur á City í dag en það var Diouf sem skoraði eina mark leiksins. Hann opnaði þar með markareikning sinn hjá Stoke, en það var vægast sagt glæsilegt.

,,Við erum virkilega ánægðir með Mame. Hann er framherji og þegar þú kemur til nýs liðs þá villtu heilla alla eins fljótt og þú getur og það þýðir að skora mörk.

Við vissum að hann myndi gefa okkur eitthvað aukalega, eitthvað sem við höfðum ekki á síðasta tímabili, sem er hraði og kraftur.

Þetta var frábært mark og ég áttaði mig ekki á hversu frábært það var fyrr en að ég sá það aftur, því hann fékk boltann svo aftarlega á vellinum."


Diouf hefði mögulega geta fengið víti í fyrri hálfleik þegar hann virtist vera felldur af Kolarov innan vítateigs. Man City vildu svo fá víti í síðari hálfleik þegar að Yaya Toure datt eftir einvígi við Erik Pieters, en dómarinn gaf Toure gult fyrir leikaraskap.

,,Fólk segir að atvikið með Toure hefði átt að vera víti. Mér fannst Diouf þó átt skilið að fá víti í fyrri hálfleik."
Athugasemdir
banner
banner