Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. ágúst 2014 09:29
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Man Utd að ganga frá kaupum á Blind
Daley Blind er á leið í raðir Manchester United.
Daley Blind er á leið í raðir Manchester United.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur komist að samkomulagi við Ajax í Hollandi um kaup á hollenska landsliðsmanninum Daley Blind.

Blind sem er 24 ára gamall var lykilmaður í liði Hollendinga á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu í sumar en þá lék hann undir stjórn Louis van Gaal núverandi stjóra Man Utd.

Hann spilaði ýmist sem vinstri bakvörður eða varnarsinnaður miðjumaður.

Félagið á enn eftir að ná samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör en ef það gengur eftir verður hann fimmti leikmaðurinn sem Man Utd kaupir í sumar.

Félagið hefur þegar eytt 130 milljónum punda í sumar og keypt Angel Di Maria, Luke Shaw, Ander Herrera og Marcos Rojo.
Athugasemdir
banner
banner