banner
   lau 30. ágúst 2014 12:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Manchester City ætlar ekki að selja Negredo
Alvaro Negredo.
Alvaro Negredo.
Mynd: Getty Images
Manchester City ætla ekki að selja Alvaro Negredo samkvæmt Manuel Pellegrini, þjálfara liðsins.

Sóknarmaðurinn er að glíma við meiðsli eftir að hafa brotið bein í löppinni en hann hefur verið orðaður við endurkomu til Spánar.

Pellegrini segir að áhuginn á Negredo hafi minnkað eftir að hann meiddist og segir að hann búist við að Negredo verði ennþá hjá liðinu.

,,Fyrir mánuði síðan þá höfðu spænsk lið áhuga á honum, en það var fyrir mánuði síðan. Eins og er þá er Alvaro meiddur en hluti af hópnum okkar. Hann stóð sig mjög vel á síðustu leiktíð en þá meiddist hann á öxl."

,,Það er ekkert að frétta af Negredo eða öðrum leikmönnum, við höfum ekki fengið nein boð í neinn," sagði Pellegrini.

Scott Sinclair, Micah Richards og John Guidetti eru ennþá hjá Manchester City en þeir eru ekki í plönum Pellegrini.

,,Við sjáum hvað gerist á næstu 48 tímum. Þeir vita að þeir eru ekki í plönum liðsins því við erum með nóg af leikmönnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner