Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 30. ágúst 2014 13:05
Magnús Már Einarsson
Ólafsvíkingar vilja að Eyþór sleppi við bann út af gulum spjöldum
Eyþór Helgi Birgisson.
Eyþór Helgi Birgisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Helgi Birgisson, leikmaður Víkings frá Ólafsvík, fékk í gær sitt sjöunda gula spjald á tímbilinu.

Eyþór ætti því að taka út leikbann gegn BÍ/Bolungarvík um næstu helgi en Ólafsvíkingar ætla að óska eftir því við KSÍ að leikbannið verði þurrkað út.

Jónas Gestur Jónasson formaður knattspyrnudeildar Víkings staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

Eyþór var á dögunum úrskurðaður í fimm leikja bann þar sem aga og úrskurðarnefnd vildi meina að hann hefði brotið gegn 16. grein í reglugerð KSÍ sem fjallar um mismunun og kynþáttafordóma.

Fram kemur í skýrslu dómarans að Eyþór hafi sagt aðstoðardómaranum „að drulla sér aftur til Rússlands" en Víkingur áfrýjaði fimm leikja banninu.

Þegar Eyþór var búinn að taka út tvo leiki í banni ákvað áfrýjunardómstóll KSÍ að stytta fimm leikja bannið niður í einn leik.

Því vilja Ólafsvíkingar að Eyþór fái að sleppa við leikbann í næsta leik þar sem þeir vilja meina að hann hafi tekið út aukaleik í leikbanni á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner