Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 30. ágúst 2014 22:00
Grímur Már Þórólfsson
Spánn: Mandzukic skoraði í sigri Atletico
Mandzukic fagnar í kvöld.
Mandzukic fagnar í kvöld.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid hófu titilvörnina í kvöld þegar þeir fengu Eibar í heimsókn.

Þeir komust yfir strax á 11. mínútu með marki brasilíska varnarmannsins Miranda. Það var svo Mario Mandzukic sem skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Atletico á 25. mínútu.

Eibar náði að minnka muninn á 33. mínútu en það gerði Abraham. Fleiri urðu þó mörkin ekki og niðurstaðan því 2-1 sigur Atletico.

Tveir leikir voru svo fyrr í dag. Cordoba fékk Celta Vigo í heimsókn og lauk þeim leik með 1-1 jafntefli. Atletic Bilbabo vann svo öruggan 3-0 sigur á Levante. Aritz Aduritz skoraði eina mark heimamanna í fyrri hálfleik. Það voru svo Ander Iturraspe og Iker Muniain sem bættu við mörkum í síðari hálfleik.

Cordoba 1 - 1 Celta
0-1 Fabian Orellana ('52 )
1-1 Federico Cartabia ('60 )

Athletic 3 - 0 Levante
1-0 Aritz Aduriz ('32 )
2-0 Ander Iturraspe ('51 )
3-0 Iker Muniain ('76 )

Atletico Madrid 2 - 1 Eibar
1-0 Miranda ('11 )
2-0 Mario Mandzukic ('25 )
2-1 Abraham ('33 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner