Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 30. ágúst 2015 16:05
Arnar Geir Halldórsson
3.deild: Einherji lagði Berserki
Eiríkur Páll Aðalsteinsson, leikmaður Einherja
Eiríkur Páll Aðalsteinsson, leikmaður Einherja
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Einherji 2-1 Berserkir
0-1 Jón Steinar Ágústsson (´17)
1-1 Markaskorara vantar (´54)
2-1 Daníel Smári Magnússon (´67)

Einn leikur fór fram í 3.deildinni í dag þar sem Einherji fékk Berserki í heimsókn en leiknum var frestað í gær vegna úrhellisrigningar á Vopnafirði.

Berserkir komust yfir snemma leiks og leiddu í hálfleik. Heimamenn reyndust hinsvegar sterkari í síðari hálfleik og höfðu að lokum 2-1 sigur.

Úrslitin þýða að Berserkir eru í vondum málum í fallbaráttunni en liðið er tveim stigum frá öruggu sæti og á aðeins einn leik eftir á meðan liðin fyrir ofan eiga tvo leiki eftir.

Einherji siglir lygnan sjó um miðja deild.

Markaskorara af Úrslit.net.
Athugasemdir
banner
banner