Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 30. ágúst 2015 16:12
Gabríel Sighvatsson
Byrjunarlið ÍBV og Keflavíkur: Farid Zato byrjar hjá Keflavík
Hafsteinn Briem snýr aftur eftir meiðsli.
Hafsteinn Briem snýr aftur eftir meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Botnslagur ÍBV og Keflavíkur hefst klukkan 17 og er fyrsti leikur 18. umferðar en öll umferðin fer fram í kvöld.

ÍBV er í 10. sæti, einu stigi frá fallsæti á meðan Keflavík er límt við botninn með einungis 7 stig.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu af leiknum

ÍBV gerir þrjár breytingar frá 1-0 tapi gegn Víkingum fyrr í vikunni. Hafsteinn Briem kemur aftur inn eftir meiðsli ásamt þeim Bjarna Gunnarssyni og Ian Jeffs. Tom Even Skogsrud tekur sér sæti á varamannabekk liðsins og þá er Víðir Þorvarðarson í banni.

Keflavík gerir einnig þrjár breytingar á sínu liði. Magnús Þórir Matthíasson, Farid Zato og Hörður Sveinsson koma inn í byrjunarliðið í staðinn fyrir Sindra Snæ Magnússon, Frans Elvarsson og Chukwudi Chijindu.

Byrjunarlið ÍBV:
1. Abel Dhaira (m)
4. Hafsteinn Briem
5. Avni Pepa
8. Jón Ingason
9. Jose Enrique Seoane Vergara
10. Bjarni Gunnarsson
14. Jonathan Patrick Barden
16. Mees Junior Siers
19. Mario Brlecic
30. Ian David Jeffs
34. Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Byrjunarlið Keflavíkur:
21. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Samuel Jimenez Hernandez
3. Magnús Þórir Matthíasson
5. Paul Junior Bignot
6. Einar Orri Einarsson
9. Sigurbergur Elísson
10. Hörður Sveinsson
17. Hólmar Örn Rúnarsson
20. Guðjón Árni Antoníusson
22. Abdel-Farid Zato-Arouna
33. Martin Hummervoll
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner