Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 30. ágúst 2015 11:10
Arnar Geir Halldórsson
Chelsea snýr sér að Marquinhos
Á leið í enska boltann?
Á leið í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, leitar logandi ljósi að liðsstyrk áður en félagaskiptaglugginn lokar á þriðjudag.

Chelsea hefur gefist upp á að fá John Stones frá Everton enda sagði Roberto Martinez, stjóri Everton, að Stones væri ekki til sölu sama hversu hátt tilboð myndi berast.

Mourinho er nú sagður ætla gera tilraun til að fá Marquinhos, varnarmann PSG, en þessi Brasilíumaður hefur áður verið orðaður við ensk úrvalsdeildarlið.

Marquinhos er af mörgun talinn einn efnilegasti varnarmaður heims en PSG borgaði 30 milljónir evra fyrir kappann þegar hann var keyptur frá Roma fyrir tveim árum.

Chelsea hefur farið illa af stað í titilvörn sinni í deildinni en liðið er aðeins með fjögur stig eftir fjóra leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner