sun 30. ágúst 2015 18:43
Alexander Freyr Tamimi
Danmörk: Íslenskur sigur gegn Kaupmannahöfn
Ari Freyr var í sigurliði í dag.
Ari Freyr var í sigurliði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í dönsku úrvalsdeildinni og gekk þeim misvel.

Ari Freyr Skúlason og Hallgrímur Jónasson léku allan leikinn fyrir OB þegar liðið vann 1-0 sigur gegn stórliði FC Kaupmannahafnar í Óðinsvéum. Anders Jacobsen skoraði sigurmark OB eftir rúman klukkustundar leik.

Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn þegar FC Nordsjælland tapaði 2-0 á heimavelli gegn Bröndby. Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar voru manni færri síðustu 12 mínúturnar eftir að Ramon Rodriguez var vikið af velli fyrir brot í teignum.

Ronnie Schwartz skoraði úr vítaspyrnunni og Teemu Pukki gulltryggði sigur Bröndby skömmu síðar og tap hjá Nordsjælland staðreynd.

Nordsjælland er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með einungis sjö stig eftir sjö fyrstu leiki sína. OB er í 7. sætinu með 10 stig.

OB 1 - 0 FC Kaupmannahöfn
1-0 Anders Jacobsen ('62)

Nordsjælland 0 - 2 Bröndby
0-1 Ronnie Schwartz ('79, víti)
0-2 Teemu Pukki ('85)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner