Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 30. ágúst 2015 14:32
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Flugstjórinn gaf Heimi og Lars baráttukveðjur í lendingu
Icelandair
Teymi KSÍ á flugvellinum í Hollandi.
Teymi KSÍ á flugvellinum í Hollandi.
Mynd: Fótbolti.net
Um klukkan 13 að hollenskum tíma í dag lentu landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbak á Schiphol flugvellinum í Amsterdam. Þeir flugu með þotu Icelandair sem ber heitið Magni en hún er þó ekki kennd við Rock Star stjörnuna heldur eldgíg á Fimmvörðuhálsi.

Flugstjóri vélarinnar, Ómar Guðnason, ákvað að nota tækifærið um leið og hann tilkynnti að vélin hefði lækkað flug til Amsterdam og óskaði landsliðsþjálfurunum góðs gengis í komandi verkefni. Uppskar það lófaklapp meðal farþega.

Þá voru í vélinni starfsmenn landsliðsins; Siggi Dúlla liðsstjóri, Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari og fleiri. Einnig þrír starfsmenn Fótbolta.net.

Þrír leikmenn Íslands koma til Amsterdam í dag. Það eru þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Ragnar Sigurðsson. Allur hópurinn verður samankominn á morgun en þá er fyrsta skipulagða æfing liðsins, klukkan 16:45 að staðartíma.

Holland og Ísland mætast á Amsterdam Arena á fimmtudagskvöld en Ísland er á toppi riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner