Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 30. ágúst 2015 20:31
Magnús Þór Jónsson
Heimir: Lofa að segja ykkur hverju við breyttum
Þjálfarateymi FH fagnaði vel í kvöld
Þjálfarateymi FH fagnaði vel í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson var sammála því að stigin þrjú sem FH fékk með sigri á Víkingum í kvöld voru býsna stór.

"Já þetta voru frábær þrjú stig þó leikurinn væri kannski ekkert góður hjá FH liðinu, við áttum okkar kafla en duttum niður á milli"

"Í seinni hálfleik lögðum við aðeins meiri áherslu á varnarleikinn"

Oft hefur verið talað um sóknarmenn FH en í kvöld var þriðji leikurinn í röð sem Hafnfirðingar halda hreinu, það hlýtur að gleðja Heimi að hafa staðist áhlaup Vikinga í kvöld.

"Ekki spurning, þeir hafa verið að spila vel upp á síðkastið, eru í öllum stöðum með góða fótboltamenn sem geta líka leyst vel stöðurnar einn á móti einum.

Það er jákvætt að Breiðablik og KR tapa stigum á meðan við vinnum en það er ekkert komið og við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum, næsta verkefni er ÍBV eftir tvær vikur og það verður erfiður leikur."


Eftir tvo slæma heimaleiki í júlí gegn Fylki og KR sneru FH-ingar bökum saman og hafa nú unnið sex leiki í röð, er til einhver skýring á þessari breytingu?

"Já ég get alveg skýrt það en ekki í kvöld.  Það tekur aðeins lengri tíma en ég skal útskýra þetta allt eftir tímabilið".

Lofar hann því?

"Já. Pottþétt!"

Nánar er rætt við Heimi í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner