Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 30. ágúst 2015 21:14
Alexander Freyr Tamimi
Ítalía: Emil fór meiddur af velli - Góður sigur Inter
Emil meiddist í kvöld.
Emil meiddist í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Inter tryggði sér dramatískan 2-1 sigur gegn Carpi þegar liðin mættust í Seríu A í kvöld. Stevan Jovetic var hetja Inter, en hann skoraði sigurmarkið á næst síðustu mínútu leiksins úr vítaspyrnu.

Emil Hallfreðsson fór meiddur af velli eftir einungis 21 mínútu í 2-0 tapi Hellas Verona gegn Genoa. Ekki er vitað um alvarleika meiðslanna, en þátttaka Emils í komandi landsleikjum gegn Hollandi og Kasakstan gæti verið í uppnámi.

Lazio þurfti að sætta sig við skell gegn Chievo Verona, 4-0, og þá tapaði Fiorentina 3-1 gegn Torino.

Sampdoria tryggði sér 2-2 jafntefli gegn Napoli eftir að hafa lent 2-0 undir, en Eder var hetja liðsins.

Atalanta 2 - 0 Frosinone
0-0 Mauricio Pinilla ('9 , Misnotað víti)
1-0 Guglielmo Stendardo ('21 )
2-0 Alejandro Gomez ('69 )


Carpi 1 - 2 Inter
0-1 Stevan Jovetic ('31 )
1-1 Antonio Di Gaudio ('81 )
1-2 Stevan Jovetic ('89 , víti)


Chievo 4 - 0 Lazio
1-0 Riccardo Meggiorini ('12 )
2-0 Alberto Paloschi ('30 )
3-0 Valter Birsa ('45 )
4-0 Alberto Paloschi ('68 )


Genoa 2 - 0 Verona
1-0 Leonardo Pavoletti ('57 )
2-0 Serge Gakpe ('76 )


Napoli 2 - 2 Sampdoria
1-0 Gonzalo Higuain ('9 )
2-0 Gonzalo Higuain ('39 )
2-1 Eder ('57 , víti)
2-2 Eder ('59 )


Torino 3 - 1 Fiorentina
0-1 Marcos Alonso ('10 )
1-1 Emiliano Moretti ('67 )
2-1 Fabio Quagliarella ('69 )
3-1 Daniele Baselli ('77 )


Udinese 0 - 1 Palermo
0-1 Luca Rigoni ('8 )
Rautt spjald:Aljaz Struna, Palermo ('70)
Athugasemdir
banner
banner
banner