Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 30. ágúst 2015 18:53
Alexander Freyr Tamimi
Pepsi-deildin: ÍBV svo gott sem felldi Keflavík
Gunnar Heiðar skoraði í sigri ÍBV.
Gunnar Heiðar skoraði í sigri ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 3 - 0 Keflavík
1-0 Ian Jeffs ('30)
2-0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('38)
3-0 Hafsteinn Briem ('73)

ÍBV fór langleiðina með að fella Keflavík endanlega úr Pepsi-deildinni með 3-0 sigri gegn botnliðinu í Vestmannaeyjum í kvöld.

Eyjamenn þurftu sjálfir heldur betur á stigunum að halda í botnbaráttunni og brutu ísinn með marki frá Ian Jeffs þegar hálftími var liðinn af leiknum. Gunnar Heiðar Þorvaldsson tvöfaldaði svo forystu heimamanna fyrir leikhlé.

Hafsteinn Briem gulltryggði svo sigur ÍBV á 73. mínútu og lokatölur 3-0 Eyjamönnum í vil.

ÍBV reif sig upp í 18 stig með sigrinum en Keflavík er með sjö stig. Keflavík þarf því að vinna alla leiki sína og treysta á að ÍBV tapi öllum sínum leikjum til að þeir geti haldið sæti sínu. Með sigri hefðu Keflvíkingar geta öðlast örlitla von um að halda sæti sínu en hún er nú úti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner