Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 30. ágúst 2015 21:30
Alexander Freyr Tamimi
Shelvey og Vardy koma inn í enska landsliðið
Jamie Vardy er hluti af enska landsliðshópnum.
Jamie Vardy er hluti af enska landsliðshópnum.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hefur verðlaunað þá Jonjo Shelvey og Jamie Vardy fyrir góða byrjun á tímabilinu með sæti í landsliðshópnum sem mætir San Marínó og Sviss í undankeppni EM 2016.

Shelvey hefur verið lykilmaður á miðju Swansea og Vardy hefur farið vel af stað í framlínu Leicester. Shelvey á einn landsleik að baki en það var einmitt gegn San Marínó árið 2012.

Vardy hefur skorað tvö mörk í fjórum leikjum það sem af er tímabilinu hjá Leicester.

Meðal þeirra sem sitja hjá vegna meiðsla eru Jordan Henderson, Jack Wilshere og Danny Welbeck.

Markverðir: Joe Hart, Jack Butland, Tom Heaton.

Varnarmenn: Nathaniel Clyne, Luke Shaw, Kieran Gibbs, Gary Cahill, Chris Smalling, John Stones, Phil Jagielka.

Miðjumenn: Michael Carrick, James Milner, Ross Barkley, Jonjo Shelvey, Alex Oxlade-Chamberlain, Raheem Sterling, Fabian Delph, Ryan Mason

Framherjar: Wayne Rooney, Harry Kane, Jamie Vardy, Theo Walcott
Athugasemdir
banner
banner
banner