Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 30. ágúst 2015 19:20
Alexander Freyr Tamimi
Svíþjóð: Frábær dagur fyrir flesta Íslendingana
Hjálmar og félagar eru á toppnum í Svíþjóð.
Hjálmar og félagar eru á toppnum í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Íslendingaliðin halda áfram að gera góða hluti í sænsku úrvalsdeildinni, en þrjú þeirra unnu góða sigra í dag.

Hjálmar Jónsson spilaði allan leikinn sem fyrr þegar lið hans Gautaborg vann öruggan 3-0 sigur gegn Gefle. IFK Gautaborg hélt þar með toppsæti deildarinnar, en titilbaráttan er æsispennandi. Soren Rieks, Riku Riski og Emil Salomonsson skoruðu mörk Gautaborgar. Martin Rauschenberg, fyrrum varnarmaður Stjörnunnar, lék allan leikinn fyrir Gefle.

Haukur Heiðar Hauksson lék sem fyrr allan leikinn fyrir AIK þegar liðið vann 1-0 heimasigur gegn Aadvitaberg. Nils-Eric Johansson skoraði eina mark leiksins á 32. mínútu og dugði það til. AIK er því í 2. sætinu með 45 stig, tveimur stigum frá Gautaborg og með jafn mörg stig og Norrköping.

Kári Árnason lék allan leikinn fyrir Malmö í 3-0 útisigri gegn Helsingborg og nældi sér í gult spjald. Jo Inge Berget og Felipe Carvalho komu Malmö í 2-0 fyrir leikinn og meistararnir bættu við þriðja markinu á 78. mínútu. Þar var á ferðinni Markus Rosenberg, en Malmö er í 5. sæti deildarinnar, sjö stigum frá toppnum þegar átta umferðir eru eftir. Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson léku báðir allan leikinn fyrir Helsingborg.

Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn og lagði upp mark í 2-1 útisigri GIF Sundsvall gegn Elfsborg. Sundsvall reif sig frá fallsvæðinu með þessum sigri og eru nú ansi góðar líkur á að liðið haldi sæti sínu í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner