sun 30. ágúst 2015 21:02
Alexander Freyr Tamimi
Þórður Ingason í agabanni í kvöld - Gæti verið lengra
Þórður Ingason var í agabanni í kvöld.
Þórður Ingason var í agabanni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, var í agabanni þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Pepsi-deildinni í kvöld.

Steinar Örn Gunnarsson stóð á milli stanganna í fjarveru Þórðar og stóð sig vel, en Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis staðfesti eftir leikinn að breytingin á markmannsskipaninni hefði komið vegna agabanns Þórðar.

Ágúst vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Fótbolti.net heyrði í honum síðar í kvöld. Hann baðst undan því að greina frá tildrögum agabannsins en útilokaði ekki að Fjölnismenn myndu tjá sig um málið síðar meir.

Þá sagði Ágúst að næstu skref yrðu ákveðin innan herbúða félagsins, en ekki er útilokað að agabann Þórðar muni telja fleiri leiki en leik kvöldsins gegn Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner