Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 30. ágúst 2015 17:31
Alexander Freyr Tamimi
Van Gaal: Töpuðum leiknum á fimm mínútum
Van Gaal var svekktur eftir tap sinna manna.
Van Gaal var svekktur eftir tap sinna manna.
Mynd: EPA
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, var skiljanlega svekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

United komst í 1-0 snemma í seinni hálfleik með marki frá Juan Mata en þeir Andre Ayew og Bafetimbi Gomes sneru taflinu við og í 2-1 með sitt hvoru markinu á fimm mínútna kafla. Urðu lokatölur því 2-1 Svönunum í vil.

„Við stýrðum leiknum í 85 mínútur en við töpuðum á fimm mínútum og það getur ekki gerst," sagði Van Gaal eftir leikinn.

„Þeir breyttu um leikstíl og við þurftum að vera þéttir. Við gleymdum því kannski því við vorum of mikið að stýra leiknum. Við verðum að læra af þessu."

„Fyrst þarf að skapa færin og til að skora mörk þarf smá heppni sem er ekki með okkur í augnablikinu."

„Ég hef verið ánægður með fótboltann sem við erum að spila en það þarf að ná góðum úrslitum og við töpuðum aftur. Leikmennirnir voru allir staðráðnir í að sigra."

Athugasemdir
banner
banner