Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 30. ágúst 2015 14:15
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: BBC 
Victor Valdes fer ekki til Besiktas
Hvað verður um Victor Valdes
Hvað verður um Victor Valdes
Mynd: Getty Images
Besiktas verður ekki næsti áfangastaður Victor Valdes eftir að upp úr slitnaði í samningaviðræðum kappans við félagið.

Valdes á enga framtíð á Old Trafford undir stjórn Louis van Gaal og var hann farinn að undirbúa brottför til Tyrklands.

Samkvæmt heimildum BBC vildi Besiktas hinsvegar breyta samningum sem höfðu náðst og hætti Valdes í kjölfarið við skiptin.

Þessi 33 ára gamli markvörður kom til Man Utd á frjálsri sölu í janúar á þessu ári en lenti upp á kant við van Gaal og var í kjölfarið sagt að finna sér nýtt félag.

Félagaskiptaglugginn lokar í flestum löndum Evrópu á morgun, mánudag, en degi síðar á Englandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner