banner
   þri 30. ágúst 2016 12:46
Elvar Geir Magnússon
Breiðablik mætir Ajax í Evrópukeppni unglingaliða
Alfons Sampsted, leikmaður Breiðabliks.
Alfons Sampsted, leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er erfitt verkefni sem bíður 2. flokks Breiðabliks í Evrópukeppni unglingaliða en liðið mætir hollenska stórliðinu Ajax í útsláttarkeppni.

Ajax er frægt fyrir unglingaakademíu sína sem talin er ein sú allra besta í Evrópu.

Stjarnan tók þátt í þessari keppni í fyrra, fyrst íslenskra liða, en féll þá út gegn sænska liðinu Elfsborg.

Fyrstu tvær umferðirnar í keppninni eru í útsláttarkeppni en þau lið sem eftir standa fara svo í riðlakeppni.

Fyrri leikur Breiðabliks og Ajax verður í Kópavoginum 27. eða 28. september og seinni leikurinn 18. eða 19. október í Amsterdam.

Chelsea er ríkjandi Evrópumeistari unglingaliða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner