Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. ágúst 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
David Marshall til Hull (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hull City hefur keypt markvörðinn David Marshall í sínar raðir frá Cardiff City.

Talið er að kaupverðið geti farið upp í fimm milljónir punda ef hinn 31 árs gamli Marshall stendur sig vel hjá Hull.

Marshall, sem er frá Skotlandi, hefur varið mark Cardiff síðan árið 2009.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Hull fær í sínar raðir síðan liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina í maí.

Eldin Jakupovic hefur staðið vaktina í marki Hull í byrjun tímabils en reikna má með að Marshall hrifsi stöðuna af honum.
Athugasemdir
banner
banner