þri 30. ágúst 2016 21:50
Jóhann Ingi Hafþórsson
Fimm lið búin að bjóða í Jack Wilshere
Wilshere í baráttu við Jón Daða Böðvarsson.
Wilshere í baráttu við Jón Daða Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jack Wilshere hefur úr fimm lánstilboðum að velja og þar á meðal frá þrem liðum í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 24 ára gamli Wilshere, var ekki í landsliðshóp Sam Allardyce fyrir opnunarleik liðsins í undankeppni HM gegn Slóvakíu en Allardyce vill að Wilshere spili reglulega fyrir aðallið til að komast aftur í hópinn.

Crystal Palace, Bournemouth og Watford hafa öll boðið í Wilshere ásamt Sporting Libon og Benfica.

Glugginn lokar annað kvöld og hefur Wilshere því rúmlega 24 tíma til að finna sér félag fyrir veturinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner