Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. ágúst 2016 22:52
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Nútíminn 
Kolbeinn ekki með föðurnafnið aftan á treyjunni
Landsliðsframherjinn vill ekki vera dónalegur í nýju landi
Mynd: haberturk.com
Tyrkneska stórliðið Galatasaray er búið að staðfesta komu Kolbeins Sigþórssonar til félagsins á láni frá Nantes.

Kolbeinn hefur ekki fundið sig í franska boltanum eftir gott gengi í þeirri hollensku og með íslenska landsliðinu.

Það vekur athygli að Kolbeinn fékk treyjunúmerið 77 hjá sínu nýja félagi en það vekur enn meiri athygli að hann er ekki með föðurnafnið, Sigþórsson, aftan á treyjunni.

Kolbeinn er með eigið nafn á treyjunni og greinir Nútíminn frá því að þetta komi til vegna framburðar föðurnafnsins.

Sigþórsson er borið fram sem siktirsin í Tyrklandi. Orðið siktir er blótsyrði þar í landi og er svipað því að segja einhverjum að éta skít, fara í rassgat, eða einfaldlega 'fokka sér'.

Til gamans má geta að Sigþórsson þýðist sem sigurmarkssonur á þýsku.
Athugasemdir
banner
banner
banner