Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 30. ágúst 2016 17:14
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn til Galatasaray (Staðfest)
Bræðurnir Andri og Kolbeinn Sigþórssynir.
Bræðurnir Andri og Kolbeinn Sigþórssynir.
Mynd: Instagram
Kolbeinn Sigþórsson er orðinn leikmaður Galatasaray en þetta staðfestir hann á Instagram síðu sinni. Þar birti hann mynd af sér með bróður sínum og umboðsmanni, Andra Sigþórssyni, og saman halda þeir á treyju tyrkneska félagsins.

„Stoltur af því að hafa gengið í raðir þessa ótrúlega félags," skrifaði Kolbeinn á Instagram.

Um er að ræða lánssamning út tímabilið frá Nantes í Frakklandi en tyrkneska félagið ku svo eiga möguleika á því að kaupa hann alfarið eftir tímabilið. Galatasaray hefur lengi haft áhuga á því að fá Kolbein og reyndi að fá hann í fyrra áður en hann fór í Nantes.

Kolbeinn gekk til við Nantes fyrir síðasta tímabil en skoraði aðeins þrjú mörk í 26 deildarleikjum fyrir franska liðið síðasta tímabil.

Galatasary er sigursælasta lið Tyrklands en olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili þar sem liðið endaði í 6. sæti og komst því ekki í Evrópukeppni. Liðið er með sigra í báðum leikjum sínum í tyrknesku deildinni á þessu tímabili.

Kolbeinn flaug í gegnum læknisskoðun hjá Galatasaray en næsta verkefni hans verður þó með íslenska landsliðinu þar sem leikið er gegn Úkraínu ytra næsta mánudag.
Athugasemdir
banner
banner