Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 30. ágúst 2016 09:00
Arnar Geir Halldórsson
Lens heldur áfram að elta Advocaat
Lens hefur ekki slegið í gegn hjá Sunderland
Lens hefur ekki slegið í gegn hjá Sunderland
Mynd: Getty Images
Jeremain Lens er á förum frá Sunderland og mun líklega ganga frá samningum við tyrkneska stórliðið Fenerbahce síðar í dag.

Þessi hollenski sóknarmaður var keyptur til Sunderland fyrir 8 milljónir punda fyrir rétt rúmu ári síðan en hefur aðeins byrjað fjórtan úrvalsdeildarleiki síðan þá.

Lens mun gangast undir læknisskoðun í Tyrklandi í dag en um er að ræða lánssamning til eins árs með möguleika á kaupum í framhaldinu.

Dick Advocaat var við stjórnvölin hjá Sunderland þegar Lens var fenginn til liðsins en Advocaat stýrir nú Fenerbahce.

Fari svo að Lens gangi til liðs við Fenerbahce verður það í fjórða skiptið á ferlinum sem hann spilar undir stjórn Advocaat því þeir unnu einnig saman hjá AZ Alkmaar og PSV Eindhoven í heimalandinu.
Athugasemdir
banner
banner