Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 30. ágúst 2016 17:00
Fótbolti.net
Lið 13. umferðar í Pepsi kvenna: Þrjú neðstu öll með fulltrúa
Ana Cate er í liðinu.
Ana Cate er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net gerir Pepsi-deild kvenna góð skil í sumar. 13. umferðin fór fram í síðustu viku og nú er komið að því að opinbera lið umferðarinnar.


Stjarnan hélt áfram fimm stiga forystu sinni með 2-1 sigri á ÍBV. Ana Cate og María Eva Eyjólfsdóttir voru bestar í liði Stjörnunnar í þeim leik en Cloe Lacasse bar af hjá ÍBV. Cloe skoraði meðal annars mark eftir glæsilegan sprett upp völlinn.

Selfoss náði óvæntu jafntefli gegn Breiðabliki í leik sem var spilaður fyrr í mánuðinum. Þjálfarinn Valorie O'Brien átti góðan leik þar sem og Bergrós Ásgeirsdóttir. Málfríður Erna Sigurðardóttir var best hjá Blikum í þeim leik.

Sandra María Jessen skoraði sigurmark Þórs/KA gegn KR en Hrafnhildur Agnarsdóttir kom í veg fyrir að gestirnir að norðan skoruðu fleiri mörk.

Dóra María Lárusdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru á skotskónum í sigri Vals á FH. Megan Dunnigan var best í leik ÍA og Fylkis en þar sigraði Árbæjarliðið 1-0.

Úrvalslið 13. umferðar Pepsi-deildar kvenna:
Hrafnhildur Agnarsdóttir (KR)

Ana Cate (Stjarnan)
Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Breiðablik)

Valorie O´Brien (Selfoss)

Cloe Lacasse (ÍBV)
María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan)
Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Megan Dunnigan (ÍA)

Sandra María Jessen (Þór/KA)
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner