banner
   þri 30. ágúst 2016 11:00
Magnús Már Einarsson
Liverpool ætlar ekki að leyfa Ings að fara
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur hafnað beiðni Sunderland um að fá framherjann Danny Ings á láni.

Fleiri félög hafa sýnt Ings áhuga en Jurgen Klopp vill ekki leyfa honum að fara samkvæmt frétt Liverpool Echo.

Hinn 24 ára gamli Ings kom til Liverpool frá Burnley fyrir ári síðan en hann spilaði nánast ekkert á síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossband.

Roberto Firmino, Divock Origi og Daniel Sturridge eru allir á undan Ings og hann hefur ekkert komið við sögu á þessu tímabili.

Klopp hefur hins vegar trú á Ings og vill halda honum innan sinna raða.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner