þri 30. ágúst 2016 10:05
Magnús Már Einarsson
Liverpool og Man Utd berjast um Brasilíumann
Powerade
Bony er orðaður við West Ham og Arsenal.
Bony er orðaður við West Ham og Arsenal.
Mynd: Getty Images
Balotelli gæti farið til Palermo.
Balotelli gæti farið til Palermo.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar annað kvöld og mörg félagaskipti eiga eftir að líta dagsins ljós í dag og á morgun. Kíkjum á slúðurpakka dagsins.



Crystal Palace hefur hafnað nýju 18 milljóna punda tilboði frá Tottenham í Wilfried Zaha. Palace vill fá í kringum 25 milljónir punda fyrir Zaha en það er sama verð og Everton borgaði fyrir Yannick Bolasie á dögunum. (HITC)

Miguel Almiron, miðjumaður Lanus, gæti verið á leið til Arsenal á 11 milljónir punda. (Sun)

Eveton og West Ham hafa bæði boðið í Wilfried Bony, framherja Manchester City. (Talksport)

Everton vill ennþá fá Manolo Gabbiadini, framherja Napoli. Ítalska félagið hafnaði tilboði upp á 19,6 milljónir punda á dögunum. (Daily Express)

Liverpool hefur boðið 30 milljónir punda í Luan, framherja Gremio í Brasilíu. Manchester United hefur líka áhuga á leikmanninum en hann var í sigurliði Brasilíu á Ólympíuleikunum á dögunum. (Sun)

Ólíklegt er að Liverpool nái að kaupa kantmanninn Christian Pulisic frá Borussia Dortmund áður en félagaskiptaglugginn lokar. Þýska félagið vill ekki selja þennan 17 ára gamla leikmann. (ESPN)

Leicester er að íhuga 50 milljóna punda tilboð í Adrien Silva og Islam Slimani hjá Sporting Lisabon. (Guardian)

Chelsea er að kaupa miðjumanninn Macelo Brozovic frá Inter og vinstri bakvörðinn Marcos Alonso frá Fiorentina. (Daily Mail)

Lyon hafnaði 43 milljóna punda tilboði frá West Ham í framherjann Alexandre Lacazette. (SFR Sport)

Palermo hefur áhuga á að fá Mario Balotelli frá Liverpool. (Media Gol)

Hull vill fá framherjann Will Keane frá Manchester United. (ESPN)

Hull er líka að reyna að fá framherjann Jonathan Kodija frá Bristol City. Aston Villa og Derby hafa líka áhuga. (Daily Mirror)

Crystal Palace er að kaupa Tomas Rincon, miðjumann Genoa, á 6,8 milljónir punda. (Times)

Crystal Palace er einnig að fá Loic Remy á láni frá Chelsea. (Daily Express)

Hull er að kaupa Jeff Hendrick, miðjumann Derby, á 10 milljónir punda. Félagið er einnig að fá framherjann Jay Rodriguez á láni frá Southampton. (Daily Star)

Sunderland er í bílstjórasætinu í baráttunni um Ryan Mason, miðjumann Tottenham. Hull hefur líka áhuga. (Daily Star)

Newcastle vonast til að fá kantmanninn Callum McManaman frá WBA og kantmanninn Christian Atsu frá Chelsea. (Sky Sports)

WBA vonast til að ná að krækja í Ignacio Camacho, miðjumann Malaga. Hann kostar 15,35 milljónir punda og verður þá dýrasti leikmaðurinn í sögu WBA. (Birmingham Mail)

Chelsea vill fá markvörðinn Diego Lopez frá AC Milan. (Gazzetta World)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner