Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 30. ágúst 2016 13:45
Jóhann Ingi Hafþórsson
Lucas Perez kominn til Arsenal (Staðfest)
Lucas Perez er kominn til Arsenal
Lucas Perez er kominn til Arsenal
Mynd: Heimasíða Arsenal
Spænski framherjinn Lucas Perez hefur gengið til liðs við Arsenal frá Deportivo La Coruna.

Hinn 27 ára gamli framherji átti mjög gott tímabil með spænska liðinu á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í deildinni og 19 í öllum keppnum.

Hann skoraði m.a í sjö leikjum í röð þar sem hann jafnaði met Brasilíumannsins Bebeto en hann skoraði einnig gegn Eibar í fyrsta leik þessa tímabils.

Perez lék með liðum eins og Rayo Vallecano, Karpaty Lviv og PAOK áður en hann fór til Deportivo.

Hann á alls 58 leiki fyrir Deportivo og skorað í þeim 24 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner