Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. ágúst 2016 19:47
Jóhann Ingi Hafþórsson
Mustafi kominn til Arsenal (Staðfest)
Mustafi í nýju treyjunni.
Mustafi í nýju treyjunni.
Mynd: Heimasíða Arsenal
Arsenal hefur staðfest að Shkodran Mustafi er búinn að skrifa undir hjá félaginu.

Mustafi er 24 ára gamall varnarmaður en hann hefur verið í tvö ár hjá Valencia og alls leikið 64 leiki fyrir félagið. Hann kom í gegnum unglingastarf Everton og fór þaðan til Sampdoria á Ítalíu þar sem hann var í tvö ár.

Hann er sjötti leikmaðurinn sem Arsenal fær til sín í sumar en Lucas Perez, Granit Xhaka, Rob Holding, Takuma Asano og Kelechi Nwkali hafa nú þegar fær sig yfir til London.

Mustafi var partur af heimsmeistaraliði Þjóðverja ásamt því að hann spilaði með þjóð sinni á EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner