Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. ágúst 2016 12:22
Elvar Geir Magnússon
Rooney hættir með enska landsliðinu eftir HM 2018
Rooney ætlar að kveðja landsliðið eftir tvö ár.
Rooney ætlar að kveðja landsliðið eftir tvö ár.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, markahæsti leikmaður enska landsliðsins, mun leggja landsliðsskóna á hilluna eftir HM 2018 í Rússlandi.

Rooney talaði við fjölmiðla í fyrsta sinn síðan nýr þjálfari Englands, Stóri Sam Allardyce, staðfesti að þessi 30 ára leikmaður yrði áfram fyrirliði.

„Ég tel að það verði rétti tímapunkturinn fyrir mig að segja bless við alþjóðlegan fótbolta eftir HM," segir Rooney sem skorað hefur 53 mörk í 115 leikjum.

„Ég er búinn að taka ákvörðun."

Á sunnudaginn mun hann slá met David Beckham yfir útivallarleikmann sem spilar flesta leiki fyrir enska landsliðið.

„Rússland verður síðasta tækifæri mitt til að gera eitthvað með Englandi svo ég vonast til að njóta þessara tveggja ára og vonandi get ég endað landsliðsferilinn á góðum nótum."

Eftir að Jose Mourinho tók við Manchester United hefur Rooney spilað í holunni fyrir aftan sóknarmanninn. Stóri Sam hefur sagt að hann muni nota Rooney í sömu stöðu í landsleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner