Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 30. ágúst 2016 11:35
Magnús Már Einarsson
Þjálfaramál ÍBV liggja fyrir í dag eða á morgun
Óskar Örn Ólafsson formaður knattspyrnudeildar ÍBV.
Óskar Örn Ólafsson formaður knattspyrnudeildar ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, segir að þjálfaramál félagins liggi fyrir í dag eða á morgun.

Óskar vildi ekkert gefa meira upp þegar Fótbolti.net náði tali af honum í dag.

„Við segjum ekkert núna. Þegar ekkert er klárt þá segjum við ekki neitt," sagði Óskar.

Bjarni Jóhannsson hætti óvænt sem þjálfari ÍBV um þarsíðustu helgi.

Alfreð Elías Jóhannsson og Ian Jeffs tóku tímabundið við liðinu og stýrðu því í 2-1 tapi gegn Víkingi R. um síðustu helgi og í 1-1 jafntefli gegn Þrótti R. á sunnudaginn.

Alfreð var áður aðstoðarþjálfari ÍBV en hann þjálfar 2. flokk karl hjá félaginu. Jeffs er leikmaður ÍBV en hann þjálfar einnig meistaraflokk kvenna.

Óskar vildi ekki gefa upp hvort Alfreð og Jeffs séu líklegir til að taka við starfinu eða hvort viðræður séu í gangi við nýjan þjálfara.
Athugasemdir
banner
banner